Ljóð

Sálmar á atómöld

Sálmar á atómöld komu fyrst út sem hluti af bókinni Fagur er dalur árið 1966. Voru sálmarnir þá 49, en aldarfjórðungi síðar (1991) voru þeir gefnir út í sér bók með því nafni og hafði þeim þá fjölgað og voru orðnir 65. Sálmarnir hans Matthíasar eru ólíkir venjulegum sálmum, en hafa samt sterk trúarleg tengsl og skírskotanir. Alveg eins og Kristur fann trú sinni farveg í einföldum hvunndagshetjum, finnur Matthías trúarleit sinni stað í hversdagsleikanum. Hann upphefur hversdagsleikann og skoðar lykilhugtök trúarinnar í honum. Trú hans er ekki trú tyllidaga og hátíðleika, heldur trú hins venjubundna dags með öllum sínum blæbrigðum.


HÖFUNDUR:
Matthías Johannessen
ÚTGEFIÐ:
2012
BLAÐSÍÐUR:
bls. 65

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :